Forystugrein – Spesi
Spesi

Ţegar Númi Fannsker tók viđ sem formađur húsfélagsins í fjölbýlishúsinu ţar sem viđ félagarnir bjuggum í Breiđholti fyrir rúmlega hálfri öld, 30. apríl 1961, urđu tímamót í sögu hverfisins. Aldrei áđur höfđu íbúar hússins notiđ jafn góđs ađhalds í ţeim sameiginlegu verkefnum sem sneru ađ sameign húss og lóđar, svo sem ţrifum og viđhaldi. Númi sá til ţess ađ enginn gleymdi skyldum sínum í ţeim efnum, var duglegur ađ ganga á eftir ţeim sem virtust ćtla ađ gleyma sér og vílađi til dćmis ekki fyrir sér ađ banka upp á međ áminningar ef međ ţurfti, hvenćr sem var sólarhringins.

Og Númi lét sig ekki ađeins varđa sameiginlegu rýmin. Eitt sinn komst hann á snođir um ađ einn íbúanna hafđi um nokkurt skeiđ haldiđ kött í íbúđ sinni, en allt gćludýrahald var stranglega bannađ samkvćmt reglum húsfélagins. Númi brást skjótt viđ, fangađi kettlinginn og kom honum í hendur viđeigandi yfirvalda. Og ţađ sem meira var, lét sem vind um eyru ţjóta mótmćli og harmakvein barna kattareigandans sökótta. Augljóst er ađ ţetta atvik varđ til ţess ađ engin brot voru framin á húsfélagsreglunum á međan hann sat í embćtti.

Margt eftirminnilegt má nefna úr formannstíđ Núma, demantanámurnar sem hann fann í kjallara fjölbýlishússins og nýttust okkur til ýmissa framkvćmda, fallegu tónverkin hans (sem nokkrir óknyttapiltar frá Liverpool stálu og létu sem ţeir hefđu samiđ), regnbogann sem iđulega myndađist upp frá fjölbýlishúsinu okkar í hvert skipti sem hann brá sér á salerniđ og ýmislegt í ţeim dúr. En ég lćt hér stađar numiđ í upprifjun minni á ţessum upplitsdjarfa alţýđupilti, vini mínum til hálfrar aldar og félaga í ritstjórn Baggalúts. Megi hann lengi lifa; húrra, húrra, húrra, húrra!

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Enn logar okkar evangelísk-lútherska ţjóđ­kirkja í illdeilum. Merkilegt međ ţessa sjálfskipuđu friđarstofnun, ađ hún geti aldrei veriđ til friđs.

Og í ţetta skiptiđ geta ţjónar drottins ómögulega gert upp viđ sig hvort leyfa skuli kirkjuleg brúđkaup kynvilltra, hvort ţeirra sé í raun Guđs ríki og sambönd ţeirra yfirleitt honum Guđi okkar ţóknan­leg.

Hann er sannlega vandratađur, vegur dyggđar.

Ţetta er auđvitađ óttaleg hrćsni. Í raun ćttu blessađir kynvillingarnir ađ ganga fyrir viđ slíkar athafnir - ţeir eru í öllu falli sćmilega heiđarlegir gagnvart guđi og mönnum.

Annađ en sumir.

Hvađ ćtli kirkjan sé búin ađ gefa saman marga heiđursmenn og -konur, illa farin af munalosta, skógirnd og kvaladýrkun? Klćđskiptingar, leđurelskendur og strípalingar, allir eiga ţeir greiđan ađgang ađ altarinu og ţurfa ekki ađ svara aukateknu orđi fyrir blćti sín og fýsnir, hversu öfugyggđir sem ţeir kunna ađ vera.

Já ef kirkjan hefur áhyggjur af óeđli og viđurstyggđ ţá ćtti hún nú ekki ađ einblína á nokkur velmeinandi hommagrey og ástsjúkar lesbur. Ţví sannlega segi ég ykkur, heilu swingklúbbarnir hafa veriđ blessađir í bak og fyrir í nafni Krists og kćrleik hans.

Og öfugeđliđ leynist víđar - og í raun víđast hvar.

Nýgift pör eru varla gengin út kirkjuskipiđ ţegar ţau eru farin í bullandi sleik fyrir framan aldrađar ömmur og afa sem finnst ţađ bara sćtt. Svo brunar ţetta spólandi kynótt og fimbulgratt beinustu leiđ í eitthvert vegkantslostabćliđ vopnuđ hvers kyns hjálpartćkjum og -kokkum og hálfdrekkja hvort öđru loks í sleipiefnum og unađsolíum.

Já ţá biđ ég nú frekar um blessađa kynvillingana. Í guđs bćnum leyfiđ ţeim ađ koma til ykkar segi ég nú bara, ţiđ vitiđ í öllu falli hvar ţiđ hafiđ ţá.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA